Hún ætlaði ekki að klikka á þessu eins og hún Svava forðum daga. Hún sat og beið orðin óróleg og kvíðin. Maður veit nefnilega aldrei hvort maður fái bréf, svo er líka hættulegt að borga ekki reikninga á réttum tíma. Til að allt gangi upp verður pósturinn að koma. Þeir segja hann á leiðinni var svarið sem hún fékk þegar hún loksins náði sambandi. Á leiðinni. Eins og það sé einhver lausn? Margoft var hún búin að fara yfir viðbrögð sín í huganum. Aftur og aftur, hvert smáatriði var vandlega hugsað og hver andardráttur var skipulagður, allt fyrir komu hans. Hún var búin að færa stólin nær dyralúgunni svo það væri öruggt að hún myndi ekki missa af honum. Almennt sat hún fram eftir kvöldi og drattaði sér svo í rúm, en hún var komin eldsnemma að forstofunni, til að tryggja að ekkert myndi fara fram hjá henni. Stundum heyrði hún þrusk, sperrti eyrun og stóð jafnvel upp, en engin var kominn að bæ. Hann er á leiðinni, en sú huggun!
<< Home