Eftir að hafa vafrað óhugnarlega lengi á vefnum er ég ekki viss um að hugsun mín sé skýr. Ég er þó ekki að halda því fram að hugsunin sé almennt skýr.
Margir í netheimum hafa á orði að ekki sé hægt að kaupa hamingju og að hamingjan fæðist innra með okkur og ytri aðstæður hafi þar ekkert að segja. Hannes Hólmsteinn vill þó meina að ríkur maður þyki þolanlegra að vera óhamingjusamur. Hamingjan fæst ekki á ,,dönskum dögum" í hagkaup og Bónus hefur enn ekki boðið hamingju á kostaverði. Stundum hefur mér fundist eins og betra bak hafi boðið hamingju en það er þá aðallega þegar kemur að vellíðun í svefni. Menn segja að stéttir og staða hafi þar ekki áhrif. Geðlæknar eru eflaust gott dæmi.
Flestir kyrja þetta fullum hálsi ,,hamingja fæst ekki í búð" eða eitthvað á þá leið meðan þeir vinna yfirvinnu til þess að geta keypt nýjan sófa eða bíl eða hús. Öll erum við tilbúin að leggja aðeins meira á okkur til þess að eignast hluti, sumir telja þessa hamingju í minningum og streða fyrir sólarlandaferðum. Þarna erum við komin með mótsögn i athöfn ogorð. við segjum að hamingjan sé ekki söluvara en hegðun okkar bendir alltaf í þá áttina að hún sé það. Hvað virkar ekki hérna. Eigum við að viðurkenna það í eitt skipti fyrir öll að við kaupum okkur hamingju í hvert sinn sem við vinnum aukavakt til þess fjárfesta meira?
Margir standa sig að því að gagnrýna fólk ,,sem ekki nennir að vinna" sama á hvaða forsendum það er því vinna er dyggð og ef þú vinnur ekki áttu ekki fyrir meiri hamingju . Eru þeir sem ekki keppast við hamingjukaupin betur staddir? Fáir treysta sér til þess að´segja 16 ára gamlir...,,ég ætla að vinna í Bónus hálfan daginn, þannig á ég nóg að bíta og brenna, fyrir græna kortinu og kemst í hugleiðslu 5 daga vikunnar. Inn á milli ætla ég að nota tímann í að lesa upplífgandi bókmenntir, hreyfa mig heilsusamlega, umgangast skemmtilegt og uppbyggilegt fólk en fyrst og fremst ætla ég að vera hamingjusamur! Ég hef aldrei hitt þessa manneskju og í dag í svartsýnishugsun minni efa ég það.
Flestir telja sig þó hamingjusama á einhverjum tímapunkti óháð því hvað það endist lengi. Það er gott að vera hamingjusamur og eftirsóknarvert en þegar til kastanna kemur virðist sem ´flestir séu sáttir við að dagurinn líði átakalaust og að launaumslagið gefi ekki frá sér púfff þegar það kemur.
Púff - var allt sem hamingjusama ynjan vildi segja í dag!
Hamingja er skv orðabók gæfa, gengi, gifta ,heill, eða lán.
Hamingjusama ynjan ber gæfu til þess að biðja um lán, sér til heilla svo hún geti gift sig og gengið vel.
Margir í netheimum hafa á orði að ekki sé hægt að kaupa hamingju og að hamingjan fæðist innra með okkur og ytri aðstæður hafi þar ekkert að segja. Hannes Hólmsteinn vill þó meina að ríkur maður þyki þolanlegra að vera óhamingjusamur. Hamingjan fæst ekki á ,,dönskum dögum" í hagkaup og Bónus hefur enn ekki boðið hamingju á kostaverði. Stundum hefur mér fundist eins og betra bak hafi boðið hamingju en það er þá aðallega þegar kemur að vellíðun í svefni. Menn segja að stéttir og staða hafi þar ekki áhrif. Geðlæknar eru eflaust gott dæmi.
Flestir kyrja þetta fullum hálsi ,,hamingja fæst ekki í búð" eða eitthvað á þá leið meðan þeir vinna yfirvinnu til þess að geta keypt nýjan sófa eða bíl eða hús. Öll erum við tilbúin að leggja aðeins meira á okkur til þess að eignast hluti, sumir telja þessa hamingju í minningum og streða fyrir sólarlandaferðum. Þarna erum við komin með mótsögn i athöfn ogorð. við segjum að hamingjan sé ekki söluvara en hegðun okkar bendir alltaf í þá áttina að hún sé það. Hvað virkar ekki hérna. Eigum við að viðurkenna það í eitt skipti fyrir öll að við kaupum okkur hamingju í hvert sinn sem við vinnum aukavakt til þess fjárfesta meira?
Margir standa sig að því að gagnrýna fólk ,,sem ekki nennir að vinna" sama á hvaða forsendum það er því vinna er dyggð og ef þú vinnur ekki áttu ekki fyrir meiri hamingju . Eru þeir sem ekki keppast við hamingjukaupin betur staddir? Fáir treysta sér til þess að´segja 16 ára gamlir...,,ég ætla að vinna í Bónus hálfan daginn, þannig á ég nóg að bíta og brenna, fyrir græna kortinu og kemst í hugleiðslu 5 daga vikunnar. Inn á milli ætla ég að nota tímann í að lesa upplífgandi bókmenntir, hreyfa mig heilsusamlega, umgangast skemmtilegt og uppbyggilegt fólk en fyrst og fremst ætla ég að vera hamingjusamur! Ég hef aldrei hitt þessa manneskju og í dag í svartsýnishugsun minni efa ég það.
Flestir telja sig þó hamingjusama á einhverjum tímapunkti óháð því hvað það endist lengi. Það er gott að vera hamingjusamur og eftirsóknarvert en þegar til kastanna kemur virðist sem ´flestir séu sáttir við að dagurinn líði átakalaust og að launaumslagið gefi ekki frá sér púfff þegar það kemur.
Púff - var allt sem hamingjusama ynjan vildi segja í dag!
Hamingja er skv orðabók gæfa, gengi, gifta ,heill, eða lán.
Hamingjusama ynjan ber gæfu til þess að biðja um lán, sér til heilla svo hún geti gift sig og gengið vel.
<< Home