Hún heyrði bíl nálgast, stökk fram, opnaði bréfalúguna, en sá ekkert. Hún ætlaði ekki að láta einhvern póstmann hafa sig út í þá vitleysu að opna útidyrahurðina til einskis. Ekki vill hún láta nágranna og póstinn halda að hún hafi ekkert annað betra að gera en að bíða eftir póstinum. Aldeilis ekki, hún er önnum kafin.
Hún finnur það samt að innra með sér er hún óróleg og þreytt, það er langt síðan pósturinn kom síðast, skammarlega langt síðan og hún veit innra með sér, hún veit að bréfið kemur núna. Hún finnur það, sér það í skýjunum og hjartað í henni slær hraðar. Mjög góð merki allt saman.
Hún sest aftur á kollinn í eldhúsinu, sem næst forstofunni og leggur við hlustir. Hún hefur ekki kveikt á útvarpinu síðan að póstmanninum seinkaði, hún ætlaði að ná í póstinn strax, um leið og hann dytti inn um lúguna.
Svo heyrist smellur, hún þýtur á fætur og horfir á lúguna. Það kom að því, það hlaut að koma að því.
Hún finnur það samt að innra með sér er hún óróleg og þreytt, það er langt síðan pósturinn kom síðast, skammarlega langt síðan og hún veit innra með sér, hún veit að bréfið kemur núna. Hún finnur það, sér það í skýjunum og hjartað í henni slær hraðar. Mjög góð merki allt saman.
Hún sest aftur á kollinn í eldhúsinu, sem næst forstofunni og leggur við hlustir. Hún hefur ekki kveikt á útvarpinu síðan að póstmanninum seinkaði, hún ætlaði að ná í póstinn strax, um leið og hann dytti inn um lúguna.
Svo heyrist smellur, hún þýtur á fætur og horfir á lúguna. Það kom að því, það hlaut að koma að því.
<< Home