mánudagur, mars 15, 2004

Nærsveitungar!

Vorið er komið! Formleg tilkynning frá veðurynjunni liggur nú fyrir.

Sem og sönn húsfrú var ég innandyra, með tuskuna á lofti og skrúbbaði allt sem fyrir var. Ronja hefur verið í svipuðum verkefnum undanfarið en ég veit að hún á ekki handbók heimilisins og því verður henni lítið úr verki. Handbók heimilisins byrjar fyrsta kaflann á mikilvægi skipulagningar. Ynjan er nú ekki ýkja tuskuóð og hefur sjaldan fengið uppnefnið skipulögp, steinarnir og glerhúsið eiga hér við.
Svona fyrir þá sem nenna þá er uppvask alveg hreint fáránlegt orð. Uppvask! Spáið í þetta

Svo má velta því fyrir sér hvort leyfilegt sé að nota forskeytið ör- svona þegar manni langar. Örþreyttur og örsmár er viðurkennt. Má segja örþjáður? Örglaður?

Börn eru nokkuð dásamlegar verur, svona þegar maður er hættur að óttast það að stíga á þær. Ég verð örlítið hnuggin að hugsa til þess að kennsla hefjist aftur hjá mér bráðlega. Svo er ég heppin með samstarfsfélaga og hver stund innan skólans er demantur.

Ynjan sá að vefdagbókin hennar er svo vinsæl og víðlesin að danir leggja á sig stíft nám þessa dagana í íslensku til að skilja ljósið! Alltaf eru latir námsmenn, danir engin undantekning, því bað ein daman mig að skrifa á dönsku!

Spise du dansk og snakke du pannekager. Ég veit ekki hvernig landinn tekur í þetta. Þá getur hann alltaf sótt ráða hjá vodkanum.

Ynjan er ekki bara skemmtileg heldur bráðfyndin líka. Þangað til næst...................