Ynjan hefur strokað út hverja setninguna á eftir annarri. Reynir að skrifa það sem henni býr í brjósti, en er hrædd um að vera misskilin. Gjörðir hennar eru nefnilega teknar sem hermileikir, hún er víst alltaf að reyna að vera eins og aðrir, þó hún reyni eftir fremsta megni að standa fyrir sjálfan sig og hafa gjörðir sínar í samræmi við það. Einhvernveginn taldi ynjan sig geta gert það sem hún vildi. Svo er ekki.
Kæru meðbræður (og systur) niðurstaðan er að hún lofar að passa sig betur næst.
Kæru meðbræður (og systur) niðurstaðan er að hún lofar að passa sig betur næst.
<< Home