sunnudagur, mars 28, 2004

Langt er liðið á nóttina. Það er ótrúlega hljóðlátt í seli jöklanna. Ró sem maður er ekki vanur lengur. Snjókorn falla á stéttina og bráðna jafnóðum. Þögnin er yndisleg.

Röddin yfirgaf ynjuna, kannski ekkert vit að standa og öskra í klukkutíma. Þeim svíður... Hver hefði trúað því að ynjan ætti eftir að fylgjast með íþróttum? Jájá þeir tóku þetta...nei rosalegt að sjá þetta í öðrum leikhluta, blablablablabla. Ynjan hefur meir að segja lesið íþróttasíðurnar. Ætli þetta sé ekki tengt flensunni? Líði hjá og hverfi eins og allar góðar pestir? Ynjan hefur allavega hug á að stofna klúbb, hvað þá heldur að ganga í íþróttabuxum. Ynjan treystir því að fólk fyrirgefi henni þennan karakterbrest í bili og jái sig í gegnum íþróttatalið.

Ynjan varð vitni að ,,besta svari" Gettu betur spilsins fyrr og síðar. Spurt var um land í Evrópu. Íbúar þessa lands voru helst þekktir fyrir að þrauka hungursneyð´með því að lifa á kartöflum. Slegið er á bjölluna. ,,Þetta eru írar..andsk...Dublin...þetta eru írar, hvað heitir landið..andsk...Landið er FRAKKLAND