mánudagur, desember 22, 2003

jólatíðir er guðsþjónusta á aðfangadagskvöld eða jólanótt. Svo er jólnir orð úr goðafræðinni um Óðinn. Framlög dagsins til orða lokið.

Ég og tilvonandi tengdamóðir mín fórum saman að versla í jólamatinn, hún sagðist púnteruð eftir verslunarleiðangrinn - ég tvíelfdist og styrktist við þennan gang og tel mig vera fullfæra í fleiri jólaleiðangra.

Jafnframt hefi ég lofað að leggja fram óskalista en þegar maður ætlar loksins að leggja fram lista þá er höfuðið tómt og ekkert að skrifa. Svo sem og fyrri ár ætla ég að biðja um frið á jörðu.

Gleðileg jól og hafið það sem allra allra best.
Stefnan hjá mér er tekin í Bongóið á morgun, hlakka til sem fyrr að skrabbla, eta og allt sem tilheyrir.