miðvikudagur, desember 10, 2003

Alheimur sofynja heilsar

Orð dagsins er beyla sem mun vera herðakistill eða kryppa, jafnvel notað sem gæluorð við barn um líkama eða kropp!!!!!

Lítið um fréttir af vígstöðunum. Gervilærdómur í kvennastöðinni hressir bætir kætir. Dagurinn í dag var í fyrsta sinn lengi þar sem ég drakk ekki yfir mig af kaffi og missi því af kaffiskjálftanum sem annars hefur verið með mér undanfarna daga.
Eitthvað hefur dregið úr bloggnotkun og mér leiðist þegar fólk bloggar ekki. Þá á ég svo erfitt með að koma mér undan lærdómi. Skamm þið lata fólk.

Ég hefði getað farið á Muse svo ekki en svo og aftur ekki og svo getað farið og svo ekki þannig að ég fór aldrei. Mig langaði heldur ekki neitt.

Ofát í prófum er eitthvað sem á örugglega erindi í siðareglur kennaranema. Maður er eins og fjalltennt geit eftir lélega sumarbeit sífellt etandi. Þó ég gjarnan vildi halda því fram að brokkolí og sellerí væru á boðstólunum veit ég að því yrði mótmælt og fólk myndi klaga mig svo ég segi ekki neitt um veitingarnar annað en það að brokkolí er ekki í boði.

Mér þykir vænt um þig, takk fyrir að lesa.