föstudagur, nóvember 03, 2006

Svo sungu þær hástöfum í tíma í dag og flissuðu mikið. Skildu lítið í því af hverju ég tók ekki betur undir. Reyndi hvað ég gat en fliss og háir tónar komu í veg fyrir að sönghæfileikar mínir nutu sín að fullu. já föstudagur í fólkinu og lítið um afköst í þessum tíma.

Um daginn sá ég auglýstan geisladisk. Fögrum orðum var farið um söngvarann, sönginn og nefnt var að vestræn tónlist, sagnahefð Tíbeta og hefðbundinn kínverskur söngur væri á þessum diski sameinaður í eitt. Ég get játað að ég hef aldrei hlustað á diskinn til enda... ég heyrði hvorki vestræna tónlist, sagnahefð hvaðan sem hún kom og eitthvað var lítið um söng, kínverskan eða ekki.
Þessi diskur ætti bara að vera spilaður fyrir heyrnarlausa og þá lágt.

Svo á Ljóni afmæli í dag, en af fenginni reynslu ætla ég ekki að syngja fyrir hann í tilefni dagsins....