Ég tapaði enskukunnáttunni minni eina kvöldstund ekki fyrir löngu í almenningsgarði nokkrum. Síðan þá hefur ferðum mínum í garðinn fjölgað allnokkuð, enda er þar yfirleitt maður nokkur á röltinu og honum er alveg sama þó ég tali ekki ensku og vill endilega tala við mig á kínversku.
Við höfum spjallað um allt milli himins og jarðar og yfirleitt yfirgef ég garðinn að rifna úr stolti yfir hve fær ég er í kínversku.
Svo fór ég í göngu í gær og hitti þennan yndælis mann aftur og við erum að spjalla þegar hann spyr mig hvort ég kunni alveg örugglega ekki ensku. Hmm uuu hmmm uuu æji ohh... jú ég þarf svo sem ekkert að skammast mín fyrir enskuna.
Þetta vissi hann. Hann hitti nefnilega vin sinn útlendinginn um daginn og sagði honum frá mér og vinurinn sagði víst að bragði að þegar hann var að læra kínversku notaði hann þetta bragð stundum til þess að fá fólk til að tala við sig kínversku. Af hverju þagði útlendingurinn ekki bara?
Fór á Djazz-hátíð áðan fín tónlist og stemmningin góð. Ætlaði að fara að sjá mynd um Grænland en svefn er góður. Mér til ama komst ég að því eftir svefninn mikla að þetta var eina sýningin.
Styrkurinn minn er ekki enn kominn, ég fer á hverjum degi og spyr um hann og fæ alltaf svipað svar, á morgun, hinn eða daginn þar á eftir. Samt var hringt í mig fyrir þremur vikum og mér sagt að styrkurinn væri kominn. Mér líður svolítið eins og maðurinn með lyklana sé í fríi.
Við höfum spjallað um allt milli himins og jarðar og yfirleitt yfirgef ég garðinn að rifna úr stolti yfir hve fær ég er í kínversku.
Svo fór ég í göngu í gær og hitti þennan yndælis mann aftur og við erum að spjalla þegar hann spyr mig hvort ég kunni alveg örugglega ekki ensku. Hmm uuu hmmm uuu æji ohh... jú ég þarf svo sem ekkert að skammast mín fyrir enskuna.
Þetta vissi hann. Hann hitti nefnilega vin sinn útlendinginn um daginn og sagði honum frá mér og vinurinn sagði víst að bragði að þegar hann var að læra kínversku notaði hann þetta bragð stundum til þess að fá fólk til að tala við sig kínversku. Af hverju þagði útlendingurinn ekki bara?
Fór á Djazz-hátíð áðan fín tónlist og stemmningin góð. Ætlaði að fara að sjá mynd um Grænland en svefn er góður. Mér til ama komst ég að því eftir svefninn mikla að þetta var eina sýningin.
Styrkurinn minn er ekki enn kominn, ég fer á hverjum degi og spyr um hann og fæ alltaf svipað svar, á morgun, hinn eða daginn þar á eftir. Samt var hringt í mig fyrir þremur vikum og mér sagt að styrkurinn væri kominn. Mér líður svolítið eins og maðurinn með lyklana sé í fríi.
<< Home