Það er heitt úti og flugvélarnar fljúga yfir húsið mitt reglulega, ekki það að þær fljúgi ekki yfir önnur hús líka, en ég tek bara eftir því þegar þær fljúga yfir mitt.
Nágrannarnir eru á spjallinu fyrir utan, líkast til að hreinsa hrísgrjón í rólegheitunum eins og svo oft áður, ég veit ekki hvað lengi ég reyndi að skilja þau en allt kom fyrir ekki, taívanska er bara ekki lík kínversku.
Hundurinn horfir á mig bænaraugum, líkast til er hann að vona að ég nenni að klappa honum og til vara, standa í stofunni og henda fyrir hann tennisbolta. Boltarnir endast yfirleitt ekki nema í viku og eru heldur tættir á síðasta degi.
Nágrannastelpan er líkast til í skólanum, því ekki heyrist píanóspilið í þetta sinn, hún verður að fá að eiga það stelpuskottið, hún æfir sig af krafti og virðist hafa vit á því að spila ekki alltaf sama lagið aftur og aftur.
Verra er þegar hún spilar Fur Elíza, en það lag verður líkast til um ókomna ævi tengt við ruglabíla.
Hundurinn dillar rófunni og setur trýnið í lærið á mér til að undirstrika beiðni sína og þrátt fyrir vilja til þess að segja honum að hypja sig burt þá gengur það illa, hann er bara aðeins of spenntur og bleikur til þess skilja að hugurinn hvarflar til annara en hans.
Kveikjum á kertum.
Nágrannarnir eru á spjallinu fyrir utan, líkast til að hreinsa hrísgrjón í rólegheitunum eins og svo oft áður, ég veit ekki hvað lengi ég reyndi að skilja þau en allt kom fyrir ekki, taívanska er bara ekki lík kínversku.
Hundurinn horfir á mig bænaraugum, líkast til er hann að vona að ég nenni að klappa honum og til vara, standa í stofunni og henda fyrir hann tennisbolta. Boltarnir endast yfirleitt ekki nema í viku og eru heldur tættir á síðasta degi.
Nágrannastelpan er líkast til í skólanum, því ekki heyrist píanóspilið í þetta sinn, hún verður að fá að eiga það stelpuskottið, hún æfir sig af krafti og virðist hafa vit á því að spila ekki alltaf sama lagið aftur og aftur.
Verra er þegar hún spilar Fur Elíza, en það lag verður líkast til um ókomna ævi tengt við ruglabíla.
Hundurinn dillar rófunni og setur trýnið í lærið á mér til að undirstrika beiðni sína og þrátt fyrir vilja til þess að segja honum að hypja sig burt þá gengur það illa, hann er bara aðeins of spenntur og bleikur til þess skilja að hugurinn hvarflar til annara en hans.
Kveikjum á kertum.
<< Home