Ynjan horfði á ágæta mynd í gær, Brokeback Mountain(vonandi rétt stafað) og sofnaði ekki yfir henni.
Þegar myndin var búin fór Ynjan að forvitnast um hvernig málum væri háttað hér í Taívan og spurði meðleigjandann spjörunum úr. Eins og svo oft þegar fólk er að spjalla var spurt hvernig er málum háttað á Íslandi meðal samkynhneigðra.
Auðvitað gerði ynjan sig klára í að ropa um ágæti landsins og hve framarlega við værum og ein setning flaug og svo fór kerla að hugsa til biskupsins og þá fór hún að stama svolítið og vildi ekki ræða málið frekar.
Fyrir nokkru var eldheit umræða á Íslandi um hvort samkynhneigðir ættu að hafa sama rétt og aðrir. Þetta þótti mörgum, þar á meðal ynjunni, undarlegt. Það á ekki að þurfa að ræða. Nei bíddu auðvitað þarf að ræða mál þegar þau eru í ólestri. Fyrst og fremst þarf að laga mál sem eru í ólestri.
Þó biskupinn hafi kannski fengið óþarflega mikla athygli fyrir annarlegar skoðanir sínar má ekki gleyma að margir prestar innan kirkjunnar eru ekki sammála biskupi og vilja að einn réttur sé fyrir alla. Misjafnar eru skoðanirnar. Sama hvernig er horft á málið snýst þetta allt um hvort allir eigi að vera jafnir fyrir lögum og hafa sama rétt. (Sjálf hefur Ynjan enn ekki skilið af hverju nokkur maður vill fá blessun kirkjunnar, samkynhneigður eða gagnkynhneigður en það er svo annað mál). Sé það kappsmál einhvers að fá einhvern með nafnbótina séra til að segja jú þið eruð gift/ar/ir þá er það svo sem sársaukalaust.
Frumvarp var lagt fram á alþingi 21. apríl síðastliðinn og því verður að vona að það fari í gegn. Svo rakst ynjan á þetta og svo virðist sem að vonandi fyrr en seinna að kirkja gagnkynhneigðra stígi skref fram á við og inn í nútímann.
Stundum hefur ynjan heyrt fólk segja að börnin fari svo illa út úr því að samkynhneigt fólk hafi sama rétt og aðrir fyrir lögum. Oftast er umræðan á þessa leið:
En hvað með börn samkynhneigðra, þeim verður bara strítt í skóla (eins og ekkert barn eigi samkynhneigt foreldri).
Jú börnum hefur verið strítt og þeim verður áfram strítt, ef það er ekki eitt þá annað, þegar ynjan var ung og fékk að finna fyrir stríðninni var þetta einhvern veginn svona:
,,mamma þín er feit!" sagði einhver
,, mamma þín er ljót!" sagði ynjan til baka.
Svo tuttugu árum seinna eru önnur börn, með aðra foreldra á skólalóðinni.
,, mamma þín er lessa! segir einhver
,, mamma þín er ljót!" verður svarið.
Það er ekki hægt að fela sig á bakvið kjánaleg rök sem styðja misrétti, sama í hvaða mynd það er.
Ekki fyrir svo löngu fór það eftir því hvernig húðlitur þinn var, hvaða réttindi þú hafðir.
Ekki fyrir svo löngu var talið best að hafa konur sem réttindaminnstar (og er sumstaðar enn).
Það er og verður hallærislegt að vilja ekki öllum sömu réttindi, sama á hvaða forsendum. Það að vitna í eldgamalt rit er vont og segja að í nafni trúarinnar sé einn æðri en annar. Verra er að hafa ekki nokkurt rit á bak við sig og segja af því bara.
Ynjan vonar því heitt og innilega að eftir hefðbundin störf við sauðburð að þetta fari í gegn.
já já Ynjan svona ljómandi hress á sunnudegi í Taichung.
Fyrir þá sem velta því fyrir sér hvar Taívanar standa má kíkja á nokkra hlekki eins og þennan og eflaust fleiri.
Þegar myndin var búin fór Ynjan að forvitnast um hvernig málum væri háttað hér í Taívan og spurði meðleigjandann spjörunum úr. Eins og svo oft þegar fólk er að spjalla var spurt hvernig er málum háttað á Íslandi meðal samkynhneigðra.
Auðvitað gerði ynjan sig klára í að ropa um ágæti landsins og hve framarlega við værum og ein setning flaug og svo fór kerla að hugsa til biskupsins og þá fór hún að stama svolítið og vildi ekki ræða málið frekar.
Fyrir nokkru var eldheit umræða á Íslandi um hvort samkynhneigðir ættu að hafa sama rétt og aðrir. Þetta þótti mörgum, þar á meðal ynjunni, undarlegt. Það á ekki að þurfa að ræða. Nei bíddu auðvitað þarf að ræða mál þegar þau eru í ólestri. Fyrst og fremst þarf að laga mál sem eru í ólestri.
Þó biskupinn hafi kannski fengið óþarflega mikla athygli fyrir annarlegar skoðanir sínar má ekki gleyma að margir prestar innan kirkjunnar eru ekki sammála biskupi og vilja að einn réttur sé fyrir alla. Misjafnar eru skoðanirnar. Sama hvernig er horft á málið snýst þetta allt um hvort allir eigi að vera jafnir fyrir lögum og hafa sama rétt. (Sjálf hefur Ynjan enn ekki skilið af hverju nokkur maður vill fá blessun kirkjunnar, samkynhneigður eða gagnkynhneigður en það er svo annað mál). Sé það kappsmál einhvers að fá einhvern með nafnbótina séra til að segja jú þið eruð gift/ar/ir þá er það svo sem sársaukalaust.
Frumvarp var lagt fram á alþingi 21. apríl síðastliðinn og því verður að vona að það fari í gegn. Svo rakst ynjan á þetta og svo virðist sem að vonandi fyrr en seinna að kirkja gagnkynhneigðra stígi skref fram á við og inn í nútímann.
Stundum hefur ynjan heyrt fólk segja að börnin fari svo illa út úr því að samkynhneigt fólk hafi sama rétt og aðrir fyrir lögum. Oftast er umræðan á þessa leið:
En hvað með börn samkynhneigðra, þeim verður bara strítt í skóla (eins og ekkert barn eigi samkynhneigt foreldri).
Jú börnum hefur verið strítt og þeim verður áfram strítt, ef það er ekki eitt þá annað, þegar ynjan var ung og fékk að finna fyrir stríðninni var þetta einhvern veginn svona:
,,mamma þín er feit!" sagði einhver
,, mamma þín er ljót!" sagði ynjan til baka.
Svo tuttugu árum seinna eru önnur börn, með aðra foreldra á skólalóðinni.
,, mamma þín er lessa! segir einhver
,, mamma þín er ljót!" verður svarið.
Það er ekki hægt að fela sig á bakvið kjánaleg rök sem styðja misrétti, sama í hvaða mynd það er.
Ekki fyrir svo löngu fór það eftir því hvernig húðlitur þinn var, hvaða réttindi þú hafðir.
Ekki fyrir svo löngu var talið best að hafa konur sem réttindaminnstar (og er sumstaðar enn).
Það er og verður hallærislegt að vilja ekki öllum sömu réttindi, sama á hvaða forsendum. Það að vitna í eldgamalt rit er vont og segja að í nafni trúarinnar sé einn æðri en annar. Verra er að hafa ekki nokkurt rit á bak við sig og segja af því bara.
Ynjan vonar því heitt og innilega að eftir hefðbundin störf við sauðburð að þetta fari í gegn.
já já Ynjan svona ljómandi hress á sunnudegi í Taichung.
Fyrir þá sem velta því fyrir sér hvar Taívanar standa má kíkja á nokkra hlekki eins og þennan og eflaust fleiri.
<< Home