Oft þegar heitt er í veðri sækir að manni þorsti. Eigi maður pening í Taívan þarf maður aldrei að hafa áhyggjur af því að þurfa að fara of langt til að sækja svalandi drykk.
Í dag er hitinn nokkuð mikill og ynjan þyrst en vel upplögð.
Því ákvað ynjan að fara í ,,æfasigíkínverskuleikinn". Nokkuð skemmtilegur og einfaldur leikur. Hann fer þannig fram að ynjan fer á einhverja staði t.d. í búð og spyr afgreiðslufólkið út í þessa og hina vöru og heldur greyunum á snakkinu. Regla númer eitt er að tali einhver ensku, fer hún ekki þangað, regla númer tvö er að kaupa ekkert sem kostar meira en 130 krónur og regla númer þrjú er að fara ekki of oft á sömu staðina svo upp komist um leikinn. Einfalt og gott.
Í dag var leikurinn í eilítið breyttu formi, því nú sótti ynjan aðeins testanda í nágrenninu. Í mjög óvísindalegri könnun ynjunar komst hún að því að fari hún lítinn hring í nágrenni sínu getur hún stoppað á um 20 drykkjarstöndum og þá er ekki verið að telja kaffihús, matsöluhús og aðra starfsemi sem selur meira en kaffi.
Standur eitt, 50 skref frá húsi ynjunnar. Fín æfing og gott grænt te.
Standur tvö, afgreiðsludaman talaði ensku og átti ekki sexfaldan moccahíno með soyjamjólk. Bömmerstaður.
Standur þrjú, sérlega ljúfengt rósate, með sítrónu, ískalt. Yndæl tannfá kona í afgreiðslunni, sem spjallaði lengur en hún þurfti.
pása, settist í almenningsgarðinn og dáðist að Tínu í síðdegisgöngunni.
Standur fjögur, skemmtilegt afgreiðslufólk, gott kaffi (var orðið bumbult af te og vökvadrykkju) og heilmikið spjall.
Standur fimm, hef ómögulega lyst á nokkru en ákvað að skoða aðeins.
,,Hvaðan ertu?" fyrsta spurning... auðsvarað.
,,Soldið langt í burtu er það ekki?" auðsvarað.
,,Hvað ertu að gera hér?" auðsvarað.
,,Hvaða tungumál talaru heima hjá þér?" auðsvarað.
,,Eitthvað líkt þýsku?" auðsvarað eða svona passlega.
,,Þekkiru einhvern sem talar þýsku?" auðsvarað.
,,Talaru þýsku?" auðsvarað -
,,Viltu læra þýsku?" .... hvaða bull spurning er þetta eiginlega?
,,en ensku?". .... ertu ekki að grínast eða?
,,helduru að þú getir hjálpað mér að læra ensku?" ...... djöf....
Þarna fékk ynjan nóg, hvað hélt daman, að hún væri bara að leika sér eða þarna til þess að þjálfa hana í einhverju tungumáli, fnuss!
Í dag er hitinn nokkuð mikill og ynjan þyrst en vel upplögð.
Því ákvað ynjan að fara í ,,æfasigíkínverskuleikinn". Nokkuð skemmtilegur og einfaldur leikur. Hann fer þannig fram að ynjan fer á einhverja staði t.d. í búð og spyr afgreiðslufólkið út í þessa og hina vöru og heldur greyunum á snakkinu. Regla númer eitt er að tali einhver ensku, fer hún ekki þangað, regla númer tvö er að kaupa ekkert sem kostar meira en 130 krónur og regla númer þrjú er að fara ekki of oft á sömu staðina svo upp komist um leikinn. Einfalt og gott.
Í dag var leikurinn í eilítið breyttu formi, því nú sótti ynjan aðeins testanda í nágrenninu. Í mjög óvísindalegri könnun ynjunar komst hún að því að fari hún lítinn hring í nágrenni sínu getur hún stoppað á um 20 drykkjarstöndum og þá er ekki verið að telja kaffihús, matsöluhús og aðra starfsemi sem selur meira en kaffi.
Standur eitt, 50 skref frá húsi ynjunnar. Fín æfing og gott grænt te.
Standur tvö, afgreiðsludaman talaði ensku og átti ekki sexfaldan moccahíno með soyjamjólk. Bömmerstaður.
Standur þrjú, sérlega ljúfengt rósate, með sítrónu, ískalt. Yndæl tannfá kona í afgreiðslunni, sem spjallaði lengur en hún þurfti.
pása, settist í almenningsgarðinn og dáðist að Tínu í síðdegisgöngunni.
Standur fjögur, skemmtilegt afgreiðslufólk, gott kaffi (var orðið bumbult af te og vökvadrykkju) og heilmikið spjall.
Standur fimm, hef ómögulega lyst á nokkru en ákvað að skoða aðeins.
,,Hvaðan ertu?" fyrsta spurning... auðsvarað.
,,Soldið langt í burtu er það ekki?" auðsvarað.
,,Hvað ertu að gera hér?" auðsvarað.
,,Hvaða tungumál talaru heima hjá þér?" auðsvarað.
,,Eitthvað líkt þýsku?" auðsvarað eða svona passlega.
,,Þekkiru einhvern sem talar þýsku?" auðsvarað.
,,Talaru þýsku?" auðsvarað -
,,Viltu læra þýsku?" .... hvaða bull spurning er þetta eiginlega?
,,en ensku?". .... ertu ekki að grínast eða?
,,helduru að þú getir hjálpað mér að læra ensku?" ...... djöf....
Þarna fékk ynjan nóg, hvað hélt daman, að hún væri bara að leika sér eða þarna til þess að þjálfa hana í einhverju tungumáli, fnuss!
<< Home