Það er heitt úti og þótt tónlistin reyni að fullvissa ynjuna um að kaldir dropar muni falla í alla nótt er hún ekki sannfærð. Heitt og rigning þannig mun það vera.
Ljóni sefur á gólfinu, eins og hann segir sjálfur, hann er líklega að leggja sig í síðasta sinn á Tai Yuan Lú. Hann flýgur heim á morgun. Hann er sætur þegar hann sefur í rúminu, á tatamimottunni, friðsæll.
Hroturnar eru bara notalegar, hægar og í takt við tónlistina.
Fyrir framan ynjuna er flugnaspaði sem gengur fyrir rafhlöðu og er ætlaður til þess að stuða moskítóflugurnar. Ynjan hefur enn ekki gómað flugu þrátt fyrir tilraunir til þess. En hún veit eftir sára tilraun að straumurinn er mikill og maður verður svolítið vankaður eftir stuðið. Moskítófluga myndi líkast til segja höggið banvænt, en hver spyr flugur?
Stundum þegar ynjan hleypur um herbergið vopnuð spaðanum veltir hún því fyrir sér hvaða rétt hún hafi til þess að drepa flugur. Hvort hún hafi æðri tilverurétt en þær? Yfirleitt leggur hún frá sér spaðann og skríður undir moskítónetið sitt og reynir að ganga úr skugga um að þær séu ekki þar. Þær eru samt lunknar við að næra sig á henni.
Samt reyndi moskítófluga einu sinni að drepa ynjuna, líklega fékk sú fluga ekki móral en hún var heldur ekki vopnuð slátrara sem gengur fyrir rafhlöðum.
,,Hjartað mitt það slær, bara fyrir þig" heyrist angurvært frá diskmanninum, hinn maðurinn dregur andann djúpt. Það er viðeigandi fyrir stemninguna að ynjan dregur andann djúpt í leiðinni.
Væri ynjan ekki svona dönnuð myndi hún brenna miðann hans og hringja í foreldrana og láta eins og hann hefði týnst á leiðinni heim af barnum. Segja að hann hefði fallið í hendur hryðjuverkamanna og ekkert hægt að gera.
Verst er að Ljóni er ansi fundvís og ratinn annað er frúin.
Ætli það séu margir í Darfur að læra kínversku? spyr hún sjálfa sig. Sitji einhver í Darfur með tárin í augunum er það líkast til ekki vegna þess að Ljóni er hættur að hrjóta.
Ljóni sefur á gólfinu, eins og hann segir sjálfur, hann er líklega að leggja sig í síðasta sinn á Tai Yuan Lú. Hann flýgur heim á morgun. Hann er sætur þegar hann sefur í rúminu, á tatamimottunni, friðsæll.
Hroturnar eru bara notalegar, hægar og í takt við tónlistina.
Fyrir framan ynjuna er flugnaspaði sem gengur fyrir rafhlöðu og er ætlaður til þess að stuða moskítóflugurnar. Ynjan hefur enn ekki gómað flugu þrátt fyrir tilraunir til þess. En hún veit eftir sára tilraun að straumurinn er mikill og maður verður svolítið vankaður eftir stuðið. Moskítófluga myndi líkast til segja höggið banvænt, en hver spyr flugur?
Stundum þegar ynjan hleypur um herbergið vopnuð spaðanum veltir hún því fyrir sér hvaða rétt hún hafi til þess að drepa flugur. Hvort hún hafi æðri tilverurétt en þær? Yfirleitt leggur hún frá sér spaðann og skríður undir moskítónetið sitt og reynir að ganga úr skugga um að þær séu ekki þar. Þær eru samt lunknar við að næra sig á henni.
Samt reyndi moskítófluga einu sinni að drepa ynjuna, líklega fékk sú fluga ekki móral en hún var heldur ekki vopnuð slátrara sem gengur fyrir rafhlöðum.
,,Hjartað mitt það slær, bara fyrir þig" heyrist angurvært frá diskmanninum, hinn maðurinn dregur andann djúpt. Það er viðeigandi fyrir stemninguna að ynjan dregur andann djúpt í leiðinni.
Væri ynjan ekki svona dönnuð myndi hún brenna miðann hans og hringja í foreldrana og láta eins og hann hefði týnst á leiðinni heim af barnum. Segja að hann hefði fallið í hendur hryðjuverkamanna og ekkert hægt að gera.
Verst er að Ljóni er ansi fundvís og ratinn annað er frúin.
Ætli það séu margir í Darfur að læra kínversku? spyr hún sjálfa sig. Sitji einhver í Darfur með tárin í augunum er það líkast til ekki vegna þess að Ljóni er hættur að hrjóta.
<< Home