fimmtudagur, maí 18, 2006

Í færslunni hér að ofan kemur fram að Taívan er á hefðbundinni kínversku skrifað: (taí)(wan) og á einfaldaðri kínversku skrifað:(taí) (wan). Munurinn er þónokkur á ritmálinu. Hins vegar hefur ynjan sára sjaldan rekist á Taívan ritað eingöngu á hefðbundinni kínversku eða einfaldaðari. Langalgengast er að ynjan sjái Taívan skrifað svona :台灣 þ.e. fyrra táknið einfaldað en ekki það seinna. Af hverju getur ynjan ekki sagt og meðleigjandinn yppti öxlum. Án vísindalegrar athugunar og hreinu giski grunar ynjan að ástæðan sé fegurðargildið. Eða hvað?

Einfölduð kínverska, ritmálið sem nú er í notkun í Kína var tekið upp um 1960 (fyrsta holl í einföldun 1956 og seinna 1964). Um það bil 2000 tákn voru einfölduð. Einfaldaða ritmálið var ekki notað í Taívan og lengi blátt bann var við að nota eða skrifa annað en hefðbundna kínversku. Þessu var framfylgt meðan herlögin voru í gildi. Embættismenn eiga enn þann dag í dag að nota bara hefðbundna kínversku´í skrifum sínum, en svo virðist sem horft sé framhjá notkun á nokkrum einhfölduðum eins og t.d. taí. Ynjan verður var við að fólk notar einfölduðu kínverskuna hér í flóknari táknum, þ.e. hafði hefðbundna táknið margar strokur er algengt skrifað sé einfalda táknið, hmm til þess var leikurinn gerður.

Nú virðist sem flestir í Taívan leggi rækt við hefðbundnu kínverskuna, segja hana fallegri og merkingarmeiri en þá einföldu. Flestir virðast vera sammála því að þó kínverska ritmálið hafi verið einfaldað til hægðarauka og til að auka á læsi, hafi það einnig verið skemmt eilítið þar sem lógígin er að einhverju leyti farin og fegurðin að sama skapi. En hvort á að ríkja fegurðin eða hentugleikinn?

Hefðb: einf:
Hefðb: einf:

Frekari upplýsingar hér og hér og hér og víðar.