Only when....
,,Kæru lesendur, það eru þó nokkrar flettingar á þessari síðu og ég veit um einhverja en marga ekki eruð þið ekki til í að skrá nafn ykkar annað hvort í kommentakerfið eða gestabókina? Bara svona fyrir mig, ég er ekkert viðkvæm fyrir dulnefnum svo lengi sem ég fatta hver þau eru. Ynjunni skilst að þetta sé algengt umkvörtunarefni og ynjan er bara ekki sérstakari en svo. Takk."
Ynjan ætlar að halda þessari baráttu til streitu í nokkra daga. Kannski eru ekki fleiri sem lesa þessa síðu og lynjumamma bara að reyna að láta ynjunni líða betur með því að fletta síðunni óþarflega oft! Hver veit, en kvitta takk!
Fyrir nokkrum árum, nánar til tekið þegar ynjan útskrifaðist úr framhaldsskóla, fékk hún bol að gjöf. Frekar venjulegur stuttermabolur á honum er mynd af indjána og undir er texti svo hljóðandi:
Only when the last tree has died and the last river been poisoned and the last fish been caught will we realise that we cannot eat money.
Samstundis var bolurinn og ynjan eitt. Ynjan hefur unnað þessum bol lengi lengi og kannski meir en ráðlegt er þegar kemur að fatnaði. Hún gekk í bolnum á Íslandi, bolurinn fylgdi henni til austur-Afríku og aftur heim, þaðan fylgdi hann henni til suður-Ameríku og aftur heim. Þegar hér er komið sögu er bolurinn orðinn eilítið sjúskaður, með nokkrar málningaslettur en ástin minnkaði ekki. Bolurinn fylgdi og er nú með ynjunni í Taívan og má muna sinn fífil fegurri. Fyrir utan að vera teigður og þunnur er hálsmálið orðið tætt og smágöt hér og þar. Því miður verður ynjan að játa að dagar bolsins eru taldir.
Því ákvað hún með trega að farga honum. Kannski er það táknrænt að bolurinn sé úr sér genginn og markar ný tímamót í lífi ynjunnar.
Líklegra er þó að hún verði með ráðum og dáðum að reyna að finna annan bol sem getur komið í staðinn fyrir þennan.
Að blogga um bol sem manni þykir vænt um , allt er einhvern tíma fyrst!
Bolynjan hrygga
Ynjan ætlar að halda þessari baráttu til streitu í nokkra daga. Kannski eru ekki fleiri sem lesa þessa síðu og lynjumamma bara að reyna að láta ynjunni líða betur með því að fletta síðunni óþarflega oft! Hver veit, en kvitta takk!
Fyrir nokkrum árum, nánar til tekið þegar ynjan útskrifaðist úr framhaldsskóla, fékk hún bol að gjöf. Frekar venjulegur stuttermabolur á honum er mynd af indjána og undir er texti svo hljóðandi:
Only when the last tree has died and the last river been poisoned and the last fish been caught will we realise that we cannot eat money.
Samstundis var bolurinn og ynjan eitt. Ynjan hefur unnað þessum bol lengi lengi og kannski meir en ráðlegt er þegar kemur að fatnaði. Hún gekk í bolnum á Íslandi, bolurinn fylgdi henni til austur-Afríku og aftur heim, þaðan fylgdi hann henni til suður-Ameríku og aftur heim. Þegar hér er komið sögu er bolurinn orðinn eilítið sjúskaður, með nokkrar málningaslettur en ástin minnkaði ekki. Bolurinn fylgdi og er nú með ynjunni í Taívan og má muna sinn fífil fegurri. Fyrir utan að vera teigður og þunnur er hálsmálið orðið tætt og smágöt hér og þar. Því miður verður ynjan að játa að dagar bolsins eru taldir.
Því ákvað hún með trega að farga honum. Kannski er það táknrænt að bolurinn sé úr sér genginn og markar ný tímamót í lífi ynjunnar.
Líklegra er þó að hún verði með ráðum og dáðum að reyna að finna annan bol sem getur komið í staðinn fyrir þennan.
Að blogga um bol sem manni þykir vænt um , allt er einhvern tíma fyrst!
Bolynjan hrygga
<< Home