miðvikudagur, október 03, 2007

Líður pínulítið eins og ég hafi verið svikin á stefnumóti. Sitji á veitingahúsi í sparifötunum, með tómt glas fyrir framan mig og líti í sífellu á klukkuna. Velti því fyrir mér hvort ég hafi misskilið eitthvað eða hann.

Að einu undanskildu, stefnumótasvik geta leitt af sér eitthvað hressandi, gaurinn ekki kominn eftir hálftíma og þá má bjalla í vinkonurnar og hanga á bar, það er hægt að hefna sín eða finna annað deit í snatri og síðast en ekki síst þegar manni leiðist biðin er alltaf hægt að standa upp og fara. Varaliturinn er farinn að dofna.

Ég er sem sagt á fjórða degi stefnumóts og ekki í boðinu að beila.