þriðjudagur, nóvember 07, 2006

já þá er það komið á hreint ég er kínversk.
Þeir sem eru með rönd við olnboga þegar þeir beygja hönd sína eru kínverskir (han) og svo skemmtilega vill til að ég skarta tveimur slíkum línum. Annað en kennarinn minn sem hlýtur að vera uppgjafar japani eða Taílendingur í dulargerfi. Hann þvertekur fyrir slíkt, þrátt fyrir að geta rakið ættir sínar aftur til hollenskra trúboða. Áttu trúboðarnir ekki að vera bera trú sína en ekki blóð?
Taívanar eru mikið blönduð þjóð og margir ,,lentu" í trúboðunum.
Hvað voru forfeður (mæður) mínir að andskotast til Kína?

Shi bi shou you fu.

Yi ju liang de.

Ég kann orðið nokkuð mikið af orðatiltækjum, ekki seinna vænna það er fátt skemmtilegra en fólk sem skreytir mál sitt með orðatiltækjum og málsháttum. Verst að ég verð að tala í samhengislitlum frösum til að koma þeim að því kunnáttan er nú enn bara svona og svona.

Þegar ég kom til Taivan lenti ég á Chang Kai shek flugvellinum í Taipei, þegar ég flýg frá Taívan mun ég nota Taoyun flugvöllinn. Einn og sami völlurinn en Chang karlinn ekki lengur inn. Ég reyndar veit ekki til þess að hann hafi nokkurn tíma verið það. Sonur hans er samt vel virtur hér.