föstudagur, mars 03, 2006

Nú eru Íslendingar byrjaðir að slátra fuglum í forvarnarskyni...
...svona EF flensan kemur til landsins
... svona EF flensan fer að berast á milli manna.

Það er því í forvarnarskyni sem Ljóna verður lógað
.... svona EF krabbamein fer að berast á milli manna.
... svona Ef fuglaflensan berst á milli manna.

Líkast til er ráð að hvetja konur í fóstureyðingu fyrir getnað svona EF barnið fær sjúkdóm....

Ynjan trúir því að komi flensan til Íslands og byrji að berast manna á milli, þá verði það bara á Kárahnjúkum. Hætt verður við virkjunina og íslendingar gerast fuglatrúar.

Annars ætti að hafa áhyggjur af flensunni í Afríku, nokkur lönd hafa slátrað þúsundum fugla, sýktum og ósýktum. Það er áhyggjuefni að fólk svelti í forvarnarskyni. nei alveg rétt.... skítt með fólk í löndum Afríku.

Annað meira áhyggjuefni er að jarðsprengjur eru oft hannaðar með það í huga að glepja augu lítilla barna, enn í dag þjást börn í Kambódíu og Laos og víðar vegna vopna sem leynilega voru sett í jörðu í Víetnam- stríðinu,í löndum sem voru ekki í stríði. Jarðsprengjur eru virkar lengi lengi... löngu eftir að herflugvélarnar eru farnar.

Jarðsprengjur eru í víða í jörðu EF fólk stígur á þær meiðist það illa eða deyr. Það er raunveruleg ógn. Ógnin er mannanaverk.

Það verður gott að vera í íslenska sendiráðinu á Indlandi þegar flensan nær fótfestu á Íslandi, indverskur matur er á heimsmælikvarða. Nú svo er sushi í tísku líka og íslenska sendiráðið í Japan á besta stað.

Ef heimurinn fer til fjandans þá ætlar ynjan á fyllerí í Kenting og EF hún sér fíl ætlar hún að stela honum og kalla hann Janus.