sunnudagur, febrúar 19, 2006

Þegar ynjan stóð á rútustöðinni og var á leið til Taichung, nálgaðist kona hana og byrjaði að spjalla á kínversku, furðulega mikið skildi kerlan og úr varð að þær sátu saman til Taichung og spjölluðu á kínensku. Setningar eins og ní do business og Now hen leng krydduðu bara rútuferðina.
Þegar komið var til borgarinnar krafðist kerla þess að fá að skutla ynjunni á hótel, panta herbergið, skoða það og sjá til þess að farangurinn væri borinn upp. Við ákváðum að hittast aftur seinna og drekka saman te.

Já svona er Taívan í da.

Gærdagurinn fór í að finna húsnæði, sem gekk eftir, bý nálægt miðbænum en er um 20 mínútur að keyra í skólann. Mun búa með fólki frá Kanada, kennurum. Held að þau séu að okra allhressilega á ynjunni. En herbergi fyrir 8000 krónur á mánuði getur það ekki verið rosalegt. Í dag stefnir ynjan á að flytja inn og verður vonandi búin að koma sér fyrir í kvöld. Skólinn byrjar á morgun og gott ef tilhlökkunin er ekki til staðar.

Það er nokkuð kalt hér, 13 stiga hiti í gær og koma lopavettlingarnir að góðum notum þegar þeyst er um á fáknum, sem flestir sjá sem vespudruslu.

Svo hitti maður alla félagana í gær, kíkti út og lífið hefur lítið breyst, það var gott að sjá alla aftur.

Nú er bara að stunda skólann af krafti og telja niður dagana þangað til Íslendingarnir koma.

Verði þeir heppnir mun rigna á þá ala Taivan