laugardagur, janúar 07, 2006

Í minningu vinar míns

Ynjan hafði oft hótað því áður að yfirgefa besta vin minn. Nú síðast rétt áður en hún fór til Taívan sagði hún honum að hún myndi segja honum upp þar. Hann hló upp í opið geðið á henni, nei honum myndi ynjan ekki sparka, hann hafði staðið við hlið hennar í 12 ár - ef ekki lengur og staðið með henni í gegnum súrt og sætt. Það var náttúrulega satt - þau hafa eitt ófáum stundunum saman. Alltaf- hverja einustu stund hefur hann verið þarna sem sannur vinur og staðið með henni. Aldrei hefur hann gagnrýnt hana eða yfirgefið. Skilyrðislaus vinátta en einhliða.

Svo hélt hún uppi viðteknum hætti og hótaði og þóttist en líkt og hann hafði bent henni á kom hún alltaf til baka, það leið bara lengri tími á milli.

Eitt kvöldið öskraði hún á hann ,,Ég nenni ekki að vera vinur þinn lengur" -daginn eftir bankaði hann og hún hleypti honum inn. Þau hafa stigið þennan dans áður.

Þegar þau gengu út úr flugvélinni stundi hún og kvaddi hann blíðlega og lofaði að hringja á gamlárskvöld, fyrr hefði hún ekki tíma fyrir hann. Hún reyndar hringdi einn daginn - bara til að skella á.

Við það stóð kerla, hún saknaði hans mikið fyrst en alltaf minna og minna. Ósjaldan ætlar hún að ná í hann og sættast en hættir alltaf við. Þau eiga margar minningarnar saman, góðar og ógáfulegar. Henni þykir vænt um hann en það er ekki nóg.

Það hlaut að koma að því að leiðir þeirra myndu skilja, hún er að vona að hann komi aldrei aftur í heimsókn.

Ef hann les bloggið þá :
Því miður Siggi þú varst orðinn heldur uppáþrengjandi, dýr í rekstri og svo kunna MT52-búar ekki að meta þig.
Sorrí