sunnudagur, apríl 04, 2004

Æ, þvílíkur grátur

Það er eins gott að Inga frænka (eða Inga syss) allt eftir aðstæðum, frétti af veikindum mínum.

Því eins og lesendur ættu að hafa séð þá var hatrömm barátta við sýklana miklu frá kasmír, sem endaði í 1-0 fyrir sýklunum. Ynjan lá í valnum, en réttnáði að plata manninn með ljáinn að kíkja eitthvað annað í kaffi...svona í bili. Hvað þessi hatramma barátta ynjunnar komi Ingu við má einhver spyrja. Jú rétt er það. Það geta nefnilega fáir vorkennt manni jafnvel og mikið og þannig stuðlað að skjótum bata og hún.

Ynjan lá upp í sófa mest alla helgina og ef henni þótti ástmaður sinn eitthvað vera að draga undan vorkuninni reddaði hún því fyrir horn með því að segja hátt og snjallt ,, Ertu veik?" Litla kisa ertu roooooooooooosalega veik?". Þeir vita það sem til þekkja að fái maður þessa yrðingu á sig, er óvænt búið að snúa umræðuefninu að manni sjálfum

atttsjúuu

Vallóni er Belgíumaður með frönsku að móðurmáli og er þá í eða frá Suður- Belgíu.
Vallprúður er myndarlegur á velli