sunnudagur, mars 21, 2004

Vorið reynir að hanga svona fyrir sólaraðdáendurna, jafndægur er liðið og ekkert nema sól og gleði framundan.

Við hjónaleysin höfum verið í óbyggðum (Borgarnesi) mestan part helgarinnar.
Á laugardagsmorgun´(nótt´) vaknaði ynjan hress, hóaði meðlimi fjölskyldunnar í morgunmat fyrir sjö, kvaddi með virtum og flaug á glæsifleygi sínu í borg óttans. Skemmtileg tónlist, fallegt útsýni og birta sem fyllir mann von og gleði. Ynjan mætir rétt fyrir eldsnemma til vinnu, .... og er svo 2 tímum of snemma. Það var fínt, sitja og drekka kaffi meðan maður horfði á samstarfsmenn sína strita. Sem betur fer gaf leifurinn sér tíma til að gleðja ynjuna svo ekki var þetta alslæm stund, langt því frá.
Í lok vaktar yfirgaf ynjan ósómann, hélt í sveitina og er með sterk einkenni ofdekrunar.

Hún stefnir að því að mæta á réttum tíma í vinnuna í dag :)