laugardagur, desember 27, 2003

Jólaköfunin var í dag. Góður hópur mætti, setti jólatré niður á 15 metra, kom hljómfluttningsgræjum fyrir og synti trylltan dans. Ég sá sóma minn í því að vera á bakkanum í ljósi þess að það var 14 stiga frost. Allir skemmtu sér vel skilst mér og þegar þessir frostklumpar komu á yfirborðið bauð ég kaffi. Ég minni á vinsælldakosningu kafara og geri ráð fyrir að vera þar ofarlega á blaði.

Nýjungin er að nú verður orðtak eða málsháttur milli þess sem að nýyrði er skráð. Með þessu framtaki treysti ég því að fá fálkaorðuna fyrir framlag mitt til íslenskrar tungu eða í það minnsta orðu háskólans.
Málsháttur dagsins er því Illt er að kljást við kollóttan og er hér vitnað í að erfitt sé að ná taki á hrút. Eins er með bragðarefinn, hann gefur ekki höggstað á sér, etur öðrum í foraðið og þykist svo blásaklaus sjálfur.

Bráðum fer að birta og er það vel