Á morgun er drekabátahátíð í Taívan (Dragon boat festival-veit ekki um ísl. nafngift). Drekabátahátíðin er haldin hátíðleg allsstaðar í Taívan og rekja má sögu hátíðarinnar 2500 ár aftur í tímann! Þetta árið er hátíðin á miðvikudegi í lok maí, en hátíðin færist ár frá ári þar sem að hátíðin er á fimmta degi fimmta tunglmánaðar.
Drekabátahátíðin er til að halda illum öndum frá og minnast mikilmennis í sögu Taívan. Upphaflega var hátíðin til að reka burtu illa anda, enda að vori og pestar að ganga og skordýr á ferðinni. Dagurinn átti að hjálpa fólki að finna sinn innri frið. Enn þann dag í dag hengir fólk jurt á dyrnar hjá sér, en jurt þessi á að hjálpa til við að halda sjúkdómum og öðrum ósóma frá heimilinu. Ynjan er sem betur fer það hreinhjörtuð að ekki er þörf á særingum í hennar húsi.
Seinna var hátíðin tengd við Chu Yuan, sem fórnaði lífi sínu fyrir land sitt fyrir um 2200 árum. Chu Yuan gat ekki lengur horft upp á spillingu kóngafólksins og fórnaði lífi sínu fyrir málsstaðinn.
Þjóðsagan segir að þar sem að Chu Yuan kastaði sér í á eina, hafi fólk farið að henda hrísgrjónum vöfðum í bambuslauf í ána til þess að koma í veg fyrir að fiskarnir ætu líkama Chu Yuan. Zung zi er mikið etið þessa dagana og varla hægt að sjá götuhorn sem ekki bíður upp á ljúffeng hrísgrjón með einhverju góðgæti eins og sveppum eða kjöti.
Taívanar sjá ekkert því til fyrirstöðu að slá þessu tvennu saman enda játa þeir flestir fúslega að hver hátíð er blanda af því besta og til hvers að fara í smáatriði þegar hægt er að fagna?
Zung zi var upphaflega bara etið í kringum drekabátahátíðina en er núna vinsælt snakk og í uppáhaldi hjá ynjunni og hún hefur ekki undan nokkru að kvarta. Sér í lagi er það góðs viti að fjölskyldan sameinist um að búa til Zung zi og gefi börnum sínum rétt fyrir próf, enda boðar það betri einkunn að borða heimatilbúið Zung zi rétt fyrir próf.
Vinkona Ynjunnar játaði að fyrir stuttu að hún væri alltaf himinlifandi þegar hátíðin væri frá. Mamma hennar hefur ofurtrú á Zung zi og því er bambusvafningurinn það eina sem er á boðstólunum í rúma viku og mamman ætlast til þess að allir í fjölskyldunni séu við matarborðið fyrir hverja máltíð og sporðrenni í það minnsta einum í hvert mál.
Henni reiknaðist til að á þessum tíma torgaði hún um 25 Zung zi í það minnsta, sem dugar fyrir árið. Hún viðurkenndi að hún vogi sér ekki að sleppa úr máltíð eða eta eitthvað annað svona til að vera viss... ekki vill hún að mamman styrkist í trúnni svona ef eitthvað kemur fyrir hana og hún búin að svíkjast undan, það myndi þýða mánuður á næst ári fyrir Zung zi.
Ynjan ætlar að halda morgundaginn hátíðlegan með því að byrja að pakka niður.
Drekabátahátíðin er til að halda illum öndum frá og minnast mikilmennis í sögu Taívan. Upphaflega var hátíðin til að reka burtu illa anda, enda að vori og pestar að ganga og skordýr á ferðinni. Dagurinn átti að hjálpa fólki að finna sinn innri frið. Enn þann dag í dag hengir fólk jurt á dyrnar hjá sér, en jurt þessi á að hjálpa til við að halda sjúkdómum og öðrum ósóma frá heimilinu. Ynjan er sem betur fer það hreinhjörtuð að ekki er þörf á særingum í hennar húsi.
Seinna var hátíðin tengd við Chu Yuan, sem fórnaði lífi sínu fyrir land sitt fyrir um 2200 árum. Chu Yuan gat ekki lengur horft upp á spillingu kóngafólksins og fórnaði lífi sínu fyrir málsstaðinn.
Þjóðsagan segir að þar sem að Chu Yuan kastaði sér í á eina, hafi fólk farið að henda hrísgrjónum vöfðum í bambuslauf í ána til þess að koma í veg fyrir að fiskarnir ætu líkama Chu Yuan. Zung zi er mikið etið þessa dagana og varla hægt að sjá götuhorn sem ekki bíður upp á ljúffeng hrísgrjón með einhverju góðgæti eins og sveppum eða kjöti.
Taívanar sjá ekkert því til fyrirstöðu að slá þessu tvennu saman enda játa þeir flestir fúslega að hver hátíð er blanda af því besta og til hvers að fara í smáatriði þegar hægt er að fagna?
Zung zi var upphaflega bara etið í kringum drekabátahátíðina en er núna vinsælt snakk og í uppáhaldi hjá ynjunni og hún hefur ekki undan nokkru að kvarta. Sér í lagi er það góðs viti að fjölskyldan sameinist um að búa til Zung zi og gefi börnum sínum rétt fyrir próf, enda boðar það betri einkunn að borða heimatilbúið Zung zi rétt fyrir próf.
Vinkona Ynjunnar játaði að fyrir stuttu að hún væri alltaf himinlifandi þegar hátíðin væri frá. Mamma hennar hefur ofurtrú á Zung zi og því er bambusvafningurinn það eina sem er á boðstólunum í rúma viku og mamman ætlast til þess að allir í fjölskyldunni séu við matarborðið fyrir hverja máltíð og sporðrenni í það minnsta einum í hvert mál.
Henni reiknaðist til að á þessum tíma torgaði hún um 25 Zung zi í það minnsta, sem dugar fyrir árið. Hún viðurkenndi að hún vogi sér ekki að sleppa úr máltíð eða eta eitthvað annað svona til að vera viss... ekki vill hún að mamman styrkist í trúnni svona ef eitthvað kemur fyrir hana og hún búin að svíkjast undan, það myndi þýða mánuður á næst ári fyrir Zung zi.
Ynjan ætlar að halda morgundaginn hátíðlegan með því að byrja að pakka niður.
<< Home