fimmtudagur, júní 17, 2004

Þúsund og þrjár nætur brátt að baki. Þó ekki ber er hver að baki.
Náði ekki alveg svefni hinna réttlátu og svaf því líkast til svefni hinna ranglátu sem er engu verri svefn, aðallega styttri.

Sem valkyrja reyni ég eftir bestu getu að dásama öll dýraskinnin og reyni nokkuð ,,klént" að taka undir lof samvíkinga minna. Valkyrjan í mér er þó ekki meiri en svo að ég fékk samviskubit yfir því að strjúka yfir kanínufeldsskinn og lagðist svo niður og grét þegar klærnar á úlfskinninu klóruðu mig.

Það breytir ekki stöðu dýranna þó forynjan gráti í það minnsta ekki þeirra sem eru nú til sölu. Tilhugsunin um að vera tekin og sútuð hljómar ekki vel og líkast til hafa tröll lítinn áhuga á að súta þreytta afturgöngu sem reynir að tóra vakandi.