þriðjudagur, maí 18, 2004

,,Ég tala nú alltaf minna með árunum" sagði móðir mín þreytt eftir tíu stunda heimsókn mína.
Þetta á alls ekki við um mig, ég mætti snemma og malaði og malaði og talaði og talaði, þótti það gott. Móðirmyndin vill meina að eyrun á henni lafi eftir vitjun mína en það er lýgi, hún er glöð í eyrunum, enda heppin að eiga gott eintak af barni sem nennir enn að tala við hana.
Ynjan er sem sagt í sveitinni, sofnaði við fuglagarg og söng.
Sól, sól,sól.