miðvikudagur, apríl 28, 2004

Ljónynjur eru yndislegar skepnur.
Þær vita fátt betra en að sleikja sólina, liggja letilega undir fallegu tré frá sólarupprás til sólarlags. Þó fá tré séu í miðborg Reykjavíkur og lítið um steikjandi hita, var sól og ljónynjunni leiðist það ekki. Saklaus dýr spretta fram á sjónarsviðið, í sumarhamnum, flestir í leit að sól og vissulega eru grasbítarnir þar líka.
Helsti löstur ljónynja mun vera eðlisborin leti og sérhlífni. Ljónynjan sér ekki ástæðu til að breyta dásemdarsólardegi í veiðar eða annan óþarfa s.s. próflestur og verkefnagerð sem myndi flokkast undir nútíma veiðiferli. Ljónynjan hugsar oft um veiðar sínar og lætur veiðarfærin liggja fyrir framan sig, blaðar aðeins í gegnum þau, en heldur svo áfram að njóta dagsins. En ljónynjum líður vel í sól. Til hvers að eyðileggja það?

Ótrúlegustu dýr spretta fram á sjónarsviðið, til dæmis spókuðu sig tveir skærgulir páskaungar í miðbænum í dag, þeir studdust reyndar við staf og teljast því varla ungar lengur. Þeir góluðu heldur ekki mikið.

Konan sem veit allt hefur ekki látið sjá sig lengi og ekki nokkur leið að vita hvar hún er. Þar sem að konan sem veit allt, veit allt, veit hún væntanlega hvar hún er svo það er líkast til óþarfi að óttast. Hennar er saknað.

Þrátt fyrir gleði sólarinnar virðist back gammon spilið á Hressó vera í álögum, ynjan kannast ekki við að hafa unnið eitt einasta spil lengi og ekki getur það verið vegna snilli mótspilarans. Fnuss þeim sem magnar galdra ynjunni í óhag.

SÓL SÓL SÓL