mánudagur, apríl 19, 2004

Einu sinni var ungur drengur frá Noregi staddur á íslandi með ungmennafélagi. Hann er tíu ára gamall. Hópurinn er í miðbæ Reykjavíkur, tekur strætó en drengurinn ungi verður eftir.
Góður maður fylgir honum á lögreglustöðina og fer því strætó bíður ekki.
Drengurinn grætur, en stynur upp úr sér að hann sé norskur. Ynjan talar norsku sem aldrei fyrr, tárin stoppa og saman bíða þau eftir lögreglu sem ætlar að ganga í málið.
Lögreglukonan kemur og segir ,,talar þú ekki íslensku?"
Ynjan bendir á að drengurinn sé norskur
,,taler du ekke íslensku?" endurtekur konan
,, ha" segir drengurinn
,, jæja góði, segðu mér nú hvað þú heitir og komdu hér inn með mér"

Ynjan veit að Erik norski er í góðum höndum