fimmtudagur, maí 06, 2004

Það verður nú að segjast eins og er að þó akr- sé stofn orðsins akur vegna u hljóðbreytinga frá fornöld, þá telja flestir þessar upplýsingar með öllu óþarfar. Líkast til ekki eitt af þessum atriðum sem maður þarf að kunna í óbyggðum. Önnur óþarfa vitneskja í óbyggðum er að bikar beygist ekki eins og humar, í þágufalli eintölu er bikari en humri. En sem betur er ynjan örugg í borg óttans og uppfull af nauðsynlegum upplýsingum um íslenskt mál. Hún ætlar ekki að leiða hugann mikið meira að orðhlutafræði fyrr en í haust.

Snæringur er frost með hríðarhraglanda, svona eins og í snæringsfjúk! (Snjókoma í hörðu frosti). Ekki það ég vilji vera með leiðindi en er hart frost ekki soldið spes. Nú er úti mjúkt frost en í gær var það hart.

Ætli maður sé ekki kominn langleiðina með að lesa yfir sig, nú þegar ég hef áttað mig á því að ég sé í bráðri hættu, legg ég allar bækur til hliðar, drekk eðalkaffi og horfi ekki einu sinni í átt að bókastaflanum.

Sælir eru ólæsir