fimmtudagur, maí 13, 2004

Ynjan vill ólm komast yfir umsóknir fyrir sundlaugaverði, hún er þess fullviss að hluti af hæfniskilyrðum sundvarða sé óþolinmæði gagnvart börnum, munnsöfnuður beitt að börnum og önnur ónot. Ynjan man eftir þeim tímum þegar hún var skömmuð duglega í sundklefum landsins sem barn og nú 20 árum seinna endurtekur sagan sig. Heyrt í lauginni ,,stelpur þeigiði nú!" ,,Drattist nú úr sturtu" ,,Djöfulsins læti eru þetta, drífið ykkur" ,,Þvoið ykkur betur!!". Ætli sundlaugarverðir óttist að á íslandi gæti komið upp kynslóð sem ekki hefur fengið það óþvegið hjá þeim og hún verði óalandi og óferjandi. Setja í minnisbókina; athuga hæfniskröfur sundlaugarvarða.

Annars fátt að segja veiddi fisk og lenti í sjávarháska, hver nennir að segja frá því?

Hafið það gott, krúslurnar, sólin skín!
Sjávarfreyjan