fimmtudagur, júní 10, 2004

Sól, sól, meiri sól

Allt er svo dásamlegt í sólinni, rúntaði meirihluta Vesturlands svona í morgunsárið. Yndælt. Tók upp í japanskan túrista og líkast til hafa aldrei verið teknar jafnmargar myndir af mér eins og þessar 20 mínútur og hann sat í bílnum. Þá datt mér í hug að myndartakan væri því ég er svo sæt og sólleg að sjá. Held mig við þá kenningu enda hafa japanir aldrei að mér vitandi verið þekktir fyrir að taka mikið af myndum.

Ætla skella mér á sjóinn með fríðu föruneyti.

Sólsjávarynjan