miðvikudagur, júní 16, 2004

Nóttin hefur þúsund augu stóð einhversstaðar, eða var það þúsund andlit? Ég er alveg viss með þúsund og eina nótt.

Nótt er ekkert verra en tónt eða óttn og maður getur allt eins fundið fyrir kyrrðinni í þeim orðum eins og nóttunni.

Fólkið fer að tína sig á fætur og ég fer fljótlega í háttinn. Það verður ljúft að fórna eins og einum sumardegi í svefn. Þetta verður svefn hinna réttlátu sem og svo oft áður.

Svefnynjan