mánudagur, júní 21, 2004

Mér líður örlítið eins og tuttugutonna trukkur hafi lent ofan á mér tvisvar. ég hef loks öðlast fullan skilning á því hvað það er að leggjast í víking. Andlitið á mér er skaðbrunnið ef horft er frá enninu. En sálin er sátt og gleðin var mikil.

Á þessum örfáu dögum hafa verið teknar fleiri myndir af mér en síðastliðin 25 ár. Veit ekki hvort það sé gott eða illt. Örlítið skondið að vera í myndaalbúmi hjá ókunnugu fólki hehehe.

Sólin skín og fólkið er fallegt.

Valkyrjan