laugardagur, júní 16, 2007

Bráðum verð ég komin á mölina, maginn er í hnút af spenningi. Fílingurinn eilítið eins og á sjónum hér í denn, nema þá gat ég ekki sofið á landstíminu. Hef ekki orðið svefnvana hér enda hver getur ekki sofið við gargið í mávunum.

Dvölin í sveitinni yndisleg og Göngutúrinn sjálfur hættur að vera smeykur við mig.
Hann er ennþá ósáttur við að danshæfileikar hans séu ekki metnir sem skildi. Enda dansar hann alltaf ef hann heyrir lag og dillar sér heyri hann takt.
Stundum sest hann og fær sér kaffi með mér og segir mér frá sínum dögum. Með stolti sér hann um að sendast fyrir elliheimilið og er boðinn og búinn til að vera mér innan handar. Helst er að hann er of duglegur.
Í gamla daga var hann í siglingunum, hefur komið á staði sem mig hefur bara dreymt um, lent í ævintýrum sem ég hef aðeins séð á filmu. Hann kann líka að ýkja og veigrar sér ekkert undan því að stækka og mikla minnigar atburðanna. Sögurnar svo hressilega ótrúverðugar að þær minna mann á Heljarslóðarorustu.
Svo er Göngutúrinn líka uppfinningamaður. Um daginn mætti hann með borð fyrir einfætta menn sem ferðast mikið. Skrifborðið má svo nota fyrir sem skiptiborð í útilegum beri svo undir.

Fannst þetta góð hugmynd, mjög góð hugmynd.
Svo bilaðist ég úr hlátri og réði ekki við eitt né neitt.
Skammaðist mín agalega, næst ætla ég að hlæja með honum.
En bráðum verð ég á mölinni þar sem afgreiðsludömunni er alveg saman hvernig ég hef það og stendur slétt á sama um hvernig ég hafi það.