föstudagur, desember 22, 2006

Bara að tár mín breyttu einhverju.

Vonandi að svefninn veiti þér þá lausn sem þú leitaðir eftir.

Þótt ég talaði tungu manna og engla,
en hefði ekki kærleikann,
yrði ég hljómandi málmur,
eða hvellandi bjalla,
og þótt ég hefði spádómsgáfu,
en hefði ekki kærleikann,
ég væri ekki neitt

Og þótt ég hefði svo sterka trú,
að færa mætti fjöll úr stað,
en hefði ekki kærleikann,
ég væri ósköp snauður,
og þótt ég deildi út öllum eigum mínum,
og framseldi líkama minn,
en hefði ekki kærleikann,
þá væri ég engu bættari.

Kærleikur trúir öllu,
kærleikur vonar allt,
kærleikur hann umber allt
og fellur aldrei úr gildi.

Kærleikur hann umber allt
og fellir aldrei dóm.

texti eftir Jóhann G. Jóhannsson
lokasetning breytt af síðueiganda