Xiao Pí (þýðir lítill óþekkur) fleygði sér í fangið á mér í morgun, við brostum út að eyrum bæði. Ég hljóp á eftir honum um allt og hann flissaði og hló. Svo horfðum við saman útum gluggann, niður í garð á allt fólkið í hjólastólunum. Xiao Pí benti og benti og ég reyndi eftir bestu getu að fræða hann um það sem fyrir augu bar á bjagaðri kínversku.
Síðast þegar ég hitti Xiao Pí vorum við skömmuð, hann grét en ég gapti.
Xiao Pí er eins og hálfs árs gamall, hann er skarpur, snöggur og uppátækjasamur. Hann virðist standa systkinum sínum fremur að öllu leyti.
Ég veit ekki af hverju en ég var ein á deildinni með öll börnin og það var matmálstími. Þegar maturinn er kominn garga þeir fjórir og linna ekki látum fyrr en búið er að skófla upp í þá mat á ógnarhraða.
Ég var með eitt vöggubarn á hendi að gefa því pela og sá að ég gæti gefið þremur á sama tíma.
Því gaf ég vöggudrengnum pelann sinn með annarri og með hinni tróð ég upp í Xiao Pí og Jian Zi eins hratt og ég gat.
Svo byrjaði Xiao Pí að mata sig sjálfur. Mér þótti það afbragð og hrósaði honum mikið fyrir. Sá fram á að hann gæti borðað sjálfur og þá væru fjórir að borða og einn þyrfti að bíða.
En svo kom gæslukonan og hellti sér yfir Xiao Pí og tók af honum matinn og hann grét. Svo skammaði hún mig af öllum lífs og sálarkröftum. Og ég var sek. Ég leyfði Xiao Pí að borða einum.
Borði Xiao Pí sjálfur, vill hann alltaf borða sjálfur og hann er lengur að borða sjálfur en þegar hann er mataður. Borði hann sjálfur fer hann seinna að sofa og minni hvíld fyrir starfsmann.
Matarboðið mitt er á föstudaginn, ég á eftir að kaupa stóla svo hægt sé að borða. Ég tilkynnti bekkjarfélögunum að þeir fengju tortilla í matinn og kennarinn spurði mig hvort það væri íslenskur matur..... já svona passlega.
Svo fá þeir hrísgrjónagraut í eftirrétt og slátur ef það er til í Taichung...
Síðast þegar ég hitti Xiao Pí vorum við skömmuð, hann grét en ég gapti.
Xiao Pí er eins og hálfs árs gamall, hann er skarpur, snöggur og uppátækjasamur. Hann virðist standa systkinum sínum fremur að öllu leyti.
Ég veit ekki af hverju en ég var ein á deildinni með öll börnin og það var matmálstími. Þegar maturinn er kominn garga þeir fjórir og linna ekki látum fyrr en búið er að skófla upp í þá mat á ógnarhraða.
Ég var með eitt vöggubarn á hendi að gefa því pela og sá að ég gæti gefið þremur á sama tíma.
Því gaf ég vöggudrengnum pelann sinn með annarri og með hinni tróð ég upp í Xiao Pí og Jian Zi eins hratt og ég gat.
Svo byrjaði Xiao Pí að mata sig sjálfur. Mér þótti það afbragð og hrósaði honum mikið fyrir. Sá fram á að hann gæti borðað sjálfur og þá væru fjórir að borða og einn þyrfti að bíða.
En svo kom gæslukonan og hellti sér yfir Xiao Pí og tók af honum matinn og hann grét. Svo skammaði hún mig af öllum lífs og sálarkröftum. Og ég var sek. Ég leyfði Xiao Pí að borða einum.
Borði Xiao Pí sjálfur, vill hann alltaf borða sjálfur og hann er lengur að borða sjálfur en þegar hann er mataður. Borði hann sjálfur fer hann seinna að sofa og minni hvíld fyrir starfsmann.
Matarboðið mitt er á föstudaginn, ég á eftir að kaupa stóla svo hægt sé að borða. Ég tilkynnti bekkjarfélögunum að þeir fengju tortilla í matinn og kennarinn spurði mig hvort það væri íslenskur matur..... já svona passlega.
Svo fá þeir hrísgrjónagraut í eftirrétt og slátur ef það er til í Taichung...
<< Home