laugardagur, desember 16, 2006

Ég hefði kannski átt að eyða aðeins meira í mat. Nú þarf ég að bjóða í aðra veislu, til að klára afgangana.
En kvöldið var brill, mikið af góðum mat og skemmtilegum samræðum. Stundum horfði kennarinn minn út í loftið því hann skildi ekki orð af því sem við sögðum. Við vorum með það á hreinu hvað við vorum að segja. Held samt að það hafi verið ansi kómískt að hlusta á okkur spjalla um daginn og veginn. Enda veigruðum við okkur ekki við því að sækja stíft að málefnum líðandi stundar. Kennarinn sótti aðeins fastar að flöskunni.

Þær klöppuðu mikið og skríktu og sögðu fáránlega væmin orð.

Svo fór dágóð stund í að taka myndir, Bing xin að gera þetta, He Xiang zi að gera þetta, allir að gera þetta, stilla sér upp, stilla sér upp aftur, skipta um stöðu, taka mynd, taka mynd, taka mynd!

Helvíti var þetta gaman!