sunnudagur, apríl 18, 2004

Svona líka yndæl helgi liðin

Köfunardagurinn stórskemmtilegur og að honum loknum fór ynjan í matarboð og svo í gleði. Alltaf dásamlegt að umgangast skemmtilegt fólk.

Eitthvað hefur verið dyttað að bátnum góða og ef allt gengur eftir verður Kaptein Ynja komin á fulla siglingu næsta laugardag, hafið bláa hafið damdaram!
Eitthvað höfum við hjónaleysin myndast við að krukka í bílskrjóðnum en það er eitthvað eylítið lengra þar til hann verður ,,sjósettur". En öllu er tileinkuð stund og allt tekur sinn tíma.

Þegar sólin skín er ekki annað hægt en að vera kátur og glaður. Svo er sumardagurinn fyrsti á leiðinni, því fer maður að hætta að tala um blessað vorið heldur sumarið góða

Góðar stundir