föstudagur, apríl 16, 2004

Í handbók heimilisins eru mörg góð ráð, eitt þeirra er að sé maður efins um hvort setja eigi flíkina í þvottavél af ótta við að hún liti er hægt að bleyta bómullarhnoðra og setja við flíkina í fimm mínútur. Komi litur í bómullina er betra að setja flíkina í hreinsun.

Á stund sem þessari veltir maður því fyrir sér hvernig húsmæður komust af áður en að þessi bók var gefin út. Líkast til hefur allur þvottur verið eins á litinn og húsmæður snökktandi í hvert sinn sem þvottadagur var.
Sem betur fer á ég bókina.