miðvikudagur, apríl 21, 2004

Dagar vetrar eru taldir. Sumarið er mér hugleikið og líkast til hef ég röflað mest um það hér á blogginu að sumarið sé komið að það sé að koma.
Sól í hjarta.
Eitt óbrigðult merki sumars er þegar að rónarnir koma sér fyrir niðrá Austurvelli, ég sá nokkra í dag og þeir virðast koma ágætlega undan vetri. Annað gott merki er þegar að stúdentar landsins klæða sig upp, arka um bæinn í skríplalegum búningum.
Maður getur fagnað báðum hópum, horft til hins fyrri og verið þakklátur og auðmjúkur og samglaðst með hinum.

SÓL sól sól sól sól sól

Gleðilegt sumar