mánudagur, febrúar 16, 2004

Helgin liðin og enn einn mánudagur á klakanum kalda. Klakinn hlýnar reyndar óðfluga - svo kannski maður ferði að uppnefna land vort með öðrum hætti.

Þorrablótið gekk með ágætum og maður skilaði sér heim og er nokkurnveginn edrú að skrifa núna svo enginn stórskaði.
Svo klappaði maður bátskríplingnum sínum á sunnudeginum og tilhlökkunin við að þeysast um hafið er komin. Var einhver að lofa því að vorið væri komið?!

Er djúpt snortin eftir að hafa horft á heimildarmynd um stórsnillinginn og nágranna á reykvískum mælikvarða Helga Hóseasar. Þessi mynd (eða ævi hans) ætti að vera skylda í framhaldsskólum og jafnvel á vinnustöðum. Hvað sem því líður þá vildi ég nota tækifærið og benda lesendum á gagnsemi þessa vefs þar sem smollinkría kom fyrir sem orð dagsins ekki fyrir svo löngu... að sjálfsögðu notaði Helgi seinni merkinguna... Ég held að það væri landsmönnum til sóma að setjast niður, skrifa á eitt mótmælaskilti eða svo, fara svo á langholtsveginn og mótmæla þar Helga til stuðnings. Þó ekki sé nema fyrir úthaldið. Eitt sem ég skil ekki í þessari baráttu Helga er afhverju eitthvað skriffíflið gerði manninum ekki til geðs og staðfesti óskírn hans í þjóðskrá. Ég hefði persónulega verið til í að borga viðkomandi yfirvinnu. En .... nei...það er ekki hægt, maðurinn með pennann er farinn. Þegar svona smámál eru eins og 3-4 setningar er oft betra að gera þeim til geðs sem þrá að alhug. Svo er málið dautt. En nei - ja nei. Ekki hægt. Enn og aftur legg ég til að þjóðin sameinist um að skapa pressu og fá einhvern til að uppfylla ósk Helga. Við getum slegið í púkk fyrir pennanum.

Máltæki dagsins er ,, þeir sletta skyrinu sem eiga það"

Blóð
Busi
Dóri
Davi