miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Góða kvöldið nærsveitungar

Dagurinn að lokum kominn og bráðlega kemur þetta yndisleaga rúm í hús og ég stefni að því að sofa lengur en þyrnirós og betur en beyglan á bauninni.

Ef maður á að troða bókum upp á saklausa veffarendur þá bendi ég á einræður Steinólfs úr Dölunum, það má vissulega skemmta sér yfir henni en ég er ekki viss um að hún henti húmorslausum Reykvíkingum sem telja sig fædda með malbik undir fótunum. Það er vissulega ekkert nema hroki að halda slíku fram.

Það viðraði vel til stórafreka í dag, en ég sló þeim öllum á frest í þeirri trú að frostalandið mikla sæi sér fært að splæsa öðrum slíkum degi á mig persónulega.

Mig er farið að klæja í fingurnar að komast út í og kafa aftur, ekki það að köfun sé ógerningur á veturnar ég er bara hreinræktuð kuldaskræfa og vil fá virðingu í samræmi við það. Því legg ég til að við skjalfestum lög, ekkert verri en mörg önnur, og bönnum hreinlega frost og kúkaveður. Æðstu strumpar mega svo rífa sig að vild hvort þeim hafi verið boðið með nægum fyrirvara eða ekki. Sandkassinn er að sjálfsögðu í boði ríkisins.

Birtutíminn hefur lengst um 3 klukkustundir síðan í lok desember og maður neyðist bara til að taka að ofan fyrir því.