sunnudagur, janúar 11, 2004

Jæja
Helgin á enda og myrkrafötin komin inn í skáp. Nú setur maður hárið í hnút, fer í drakt og heldur áfram eðlilegu lífi.
Helgin var svona dæmalaust skemmtileg, tók landsbyggðarúnt og skellti í mig r*****ni eins og sönnum skörungi sæmir. Fræddist vel um keisaramörgæsir og er það vel. Þó sannaðist enn sem fyrr að þeim dugir ekki dagur sem drekka fram á nótt.

Ég er byrjuð á ævisögu minni, ekki seinna vænna og stefni ég að því að gefa hana út fyrir jól. Titillinn verður eitthvað á þá leið; Freyja, fann friðinn eftir frostið. - Soffía; myrkraverk og mannúð. - Ég í sannleika sagt eða afhverju eru allir alltaf svona vondir við fórnarlambið mig! Endilega látið mig vita hvaða titill ykkur þykir bestur eða komið með hugmyndir, það á enn eftir að prenta forsíðuna. Í þessari bók verður talað um í fyrri kafla afrek mín í samfélaginu, þegar ég útskrifaðist úr grunnskóla, vann í fiski, neitaði bónorði og fleira. Seinni kaflinn verður aðallega um hve mikið fórnarlamb ég er og hvað ég hef átt bágt þarna á botninum, en ég jafna mig að sjálfsögðu, fer í líkamsrækt og lifi hamingusöm það sem eftir lifir bókar.

Vorið er að koma, full ástæða til að gleðjast.
p.s. engin ábyrgð er tekin á textanum. Skoðanir sem hér birtast endurspegla ekki skoðanir stöðvarinnar!