mánudagur, janúar 05, 2004

Jæja þá fer þessu jólafríi að ljúka. Ljómandi frí. Hitti mikið af fólki sem mér þykir vænt um, borðaði góðan mat, spilaði og las mér til ánægju og yndisauka. Ekki má gleyma sjónvarpsglápinu góða.
Ég er orðin svo þjálfaður sjónvarpssjúklingur að endursýningar í þriðja sinn fara ekkert fyrir brjóstið á mér lengur. Er það ekki bara kostur að geta talað með heilalausum sjónvarpsþáttum og hlegið með..aftur og aftur. Ég held það.

Eins og þorri íslendinga skellti ég mér í ræktina í dag svona rétt til að hlaupa burtu móralinn og það var svona líka stór hressandi.