mánudagur, desember 29, 2003

Gulrót í morgun mat, skyr í kvöldmat. Komið er að skuldadögum. Ég hleyp undan Helga, finn skjól og drekk vatn í laumi. Þori ekki fyrir mitt litla líf að skoða uppskriftir lengur.
,,Ambáttin" ágætisbók og ég með heimþrá, ég vil fara aftur heim í núbafjöllin, aftur heim. Undarlegt að fá sterka heimþrá á staði sem maður hefur aldrei komið á. Eins og þegar hún grét af trega eftir tónleikana með Cecaria Evora og þráði að fara aftur heim til Grænhöfðaeyja.

Mikill snjór og margir að nýta sér björgunarsveitirnar. Gott að fólk rífi sig fram úr sófanum og hafi nóg fyrir stafni. Ég ætla að taka strætó í kringluna.