mánudagur, mars 24, 2008

Ég át túnfiskinn, át páskamatinn og páskaeggið.
Með móral.

Föstudagurinn langi var sem betur fer ekki eins langur og hann er í minningunni. Veit að sá dagur myndi rústa keppninni ,,leiðinlegasti dagur ársins". Það hefur skánað aðeins með vaxandi kapítalisma sem betur fer. Sjónvarpið fær hrós fyrir ágætis dagskrá.

Næstu páska ætla ég að byrja að eta páskaeggið á langa, jafnvel skírdag til að koma í veg fyrir árvissa magaverki páskadags.