mánudagur, júlí 23, 2007

Sólin tók á móti mér þegar ég vaknaði í morgun, var að spá í að ganga í vinnuna- er svona þrjár mínútur að því en ákvað að keyra. Forréttindi að eiga bíl og því um að gera að nota hann.

Búin að sitja á besta stað í bænum núna, með vini mínum göngutúrnum, í viku eða svo og senda ferðamenn ýmist út eða suður og horfa á eftir bæjarbúum. Svolítið eins og að vera í fuglaskoðun.

Mætti í vinnuna um daginn og þá var dauður fugl á planinu. Undarlegt, dauður fugl og köttur í einu og sömu vikunni. Ekki kötturinn minn þó. Mínir kettir hafa það gott - held ég.

Fer í frí annað kvöld. þá verður gott að hlusta á bílana.