föstudagur, september 08, 2006

Tíminn flýgur frá mér, kannski er hann floginn. Ég er að vera búin að taka allt til en á alveg eftir að pakka í tösku. Mér finnst eins og ég þurfi að versla, helst kaupa kjól og taka með mér. Svo er eitthvað sem segir mér að ég þurfi ekki kjól í útlandinu, kannski af því ég er ekki mikið í kjólum.

Vikan hefur verið ljúf en hlaupið frá okkur, flest frestunarverk frá, hittingar um allan bæ. Veðrið hefur verið það gott að ég hef glaðst yfir góða sumrinu sem var. En núna hellirignir.
Spennandi hlutir að gerast í dag og kannski ganga þeir upp, kannski ekki. Ég vona það besta og legg mitt af mörkunum til þess að þeir gangi upp.
Ég er meir.

Endilega kíkja svo á þetta. Fram og til baka fyrir 30 þús kerlingar það er ekki neitt.