Fuglarnir tístu lágt, umferðin enn ekki það mikil að hún yfirgnæfði söng þeirra. Maður á sextugsaldri gengur hægt um og kíkir í blaðið. Hann er sköllóttur og ber að ofan. Líklega kallar konan á hann því hann hrópar nokkuð hátt að hann sé á leiðinni en heldur áfram að lesa blaðið.
Rétt hjá er annar maður, líklega aðeins eldri, að sópa fyrir framan húsið hjá sér. Hann strýkur yfirgráspengt hárið meðan hann gónir á útlendinginn, sem er nokkuð léttklæddur.
Rakinn er ekki mikill og veðrið því ljúft. Sólin er komin á loft og það er heiðskírt. Morgunverðarstaðirnir eru fullir af fólki, konur með svuntur og hanska hamast við að elda ofan í mannskapinn.
Eina eggjaköku?
jú takk
Viltu soyamjólk með?
Nei takk, ég þarf ekki poka
Krakkar í skólabúningum koma sér fyrir á vespunum með foreldrum sínum. Þrír strákar með pabba sínum á vespu. Maðurinn er með hjálm og elsti strákurinn líka. Þeir spóla af stað með bros á vör.
Góðan dag, kallar kona á miðjum aldri, er allt í lagi? segir hún á ensku.
jú allt í þessu fína, bara í morgungöngu.
Býrðu þarna? segir hún og bendir á rauða stálhurðina.
nei, ég gisti bara í nokkra daga.
Nokkuð óvænt heyrist trommusláttur. Tvo kínversk tröll ganga fram, annað er rautt í framan og hitt grænt. Þeir eru í gulum búning, skreyttum silkiþráðum í öllum regnboganslitum. Rétt fyrir aftan þá ganga nokkrir menn í gulum fötum. Einn situr í nokkurskonar kerru og ber á húðir. Trommuleikaranum, stekkur ekki bros þegar ég stíg út á götuna til að skoða þá nánar.
Klukkan er rétt að ganga sjö að morgni og enn einn fallegur dagur í Taichung.
Stuttu seinna kemur ruslabílinn og spilar fur eliza.
Rétt hjá er annar maður, líklega aðeins eldri, að sópa fyrir framan húsið hjá sér. Hann strýkur yfirgráspengt hárið meðan hann gónir á útlendinginn, sem er nokkuð léttklæddur.
Rakinn er ekki mikill og veðrið því ljúft. Sólin er komin á loft og það er heiðskírt. Morgunverðarstaðirnir eru fullir af fólki, konur með svuntur og hanska hamast við að elda ofan í mannskapinn.
Eina eggjaköku?
jú takk
Viltu soyamjólk með?
Nei takk, ég þarf ekki poka
Krakkar í skólabúningum koma sér fyrir á vespunum með foreldrum sínum. Þrír strákar með pabba sínum á vespu. Maðurinn er með hjálm og elsti strákurinn líka. Þeir spóla af stað með bros á vör.
Góðan dag, kallar kona á miðjum aldri, er allt í lagi? segir hún á ensku.
jú allt í þessu fína, bara í morgungöngu.
Býrðu þarna? segir hún og bendir á rauða stálhurðina.
nei, ég gisti bara í nokkra daga.
Nokkuð óvænt heyrist trommusláttur. Tvo kínversk tröll ganga fram, annað er rautt í framan og hitt grænt. Þeir eru í gulum búning, skreyttum silkiþráðum í öllum regnboganslitum. Rétt fyrir aftan þá ganga nokkrir menn í gulum fötum. Einn situr í nokkurskonar kerru og ber á húðir. Trommuleikaranum, stekkur ekki bros þegar ég stíg út á götuna til að skoða þá nánar.
Klukkan er rétt að ganga sjö að morgni og enn einn fallegur dagur í Taichung.
Stuttu seinna kemur ruslabílinn og spilar fur eliza.
<< Home